Einelti kennara.

Einelti hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. En alltaf er fjallað um einelti eins og það eigi sér stað aðeins á milli nemenda. Getur verið að kennarar og aðrir fullorðnir einstaklingar í skólum leggi börnin í einelti? Tekur Olweusar áætlunin á því? Hvert geta börnin snúið sér? Er þeim trúað ef þeir saka fullorðna um einelti í sinn garð? Getur verið að þetta sé vandamál í skólum, en er þaggað niður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér eru allir möguleikar uppi, einelti milli nemenda, einelti kennara gagnvart nemanda, og einelti nemenda gagnvart kennara stundum með stuðningi annars starfsmanns t.d. skólastjórnanda.

Að ekki sé minnst á það botnlausa einelti sem er manna á meðal, sérstaklega tengt hagsmunum og stjórnmálum.

Fagleg vinnubrögð virðist skorta á öllum stigum.  Eðlileg endurgjöf, t.d. hrós fyrir það sem vel er gert virðst vera fátíð því miður.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Einelti er líka því miður algengt á vinnustöðum.

Þar er fullorðið fólk sem á í hlut og stundum er það hreint ótrúlegt hve "barnalega" hegðun getur verið um að ræða.

Marta B Helgadóttir, 7.12.2009 kl. 15:41

3 identicon

Þetta er hárrét athugasemd að einelti á sér ekki bara stað hjá börnum og nemendum í skólum. Eineltið á sér einnig stað hjá fullorðnu fólki og því ekki ólíklegt að það eigi sér stað á einhverjum kennarastofum. Minni á að nýverið var samþykkt í borgarstjórn að helga einn dag á ári hverju baráttunni gegn einelti. Markmiðið er að fjalla bæði um einelti í skólum og á vinnustöðum. Gott hjá þér Elinóra á að fjalla um þessi mál.

marta guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:14

4 identicon

Einelti getur átt sér stað í mörgum myndum á mörgum stöðum. Ég er kennari og þekki það af eigin raun að vera lögð í einelti af skólastjóra. Skal tekið fram að það er ekki sá yndislegi skólastjóri sem er yfirmaður minn í dag. Ég hef líka lent í því að vera lögð í einelti af samstarfsmanni í Svíþjóð.  Ég hef séð börn lögð í einelti og hef líka lent í því sem kennari að einelti hefur farið framhjá mér. Einelti er oft á tíðum erfitt að sjá og skilgreina. Við verðum samt öll að vera vakandi fyrir því. Sama hvaða stöðu við erum í.

Olga Clausen (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 12:43

5 identicon

Ég á einn tíu ára gutta sem er í barnaskóla í Rvk. 

En strákurinn minn er svo "óheppinn" að ég skuli vera svo sérvitur að standa utan trúarbragða.  Ekki vegna þess að ég er ekki trúaður, heldur vegna þess að mér finnast trúarbrögð ekki endurspegla raunverulega trú.  

Og vegna þessa hef ég mjög ákveðnar skoðanir í þessum málum, og vil ekki að strákurinn fái kristna innrætingu í skólanum.  Hér á víst að ríkja trúfrelsi.

Í skólanum hjá stráknum er í gangi Orwelusaráætlun gegn einelti.  Þar segir meðal annars að enginn skuli dreginn úr hópnum því það geti stuðlað að einelti.  En svo er það svo skrýtið, að ef ég er ósáttur við trúarbragðainnrætinguna sem er svo sannarlega stunduð í skólanum (sem lýsir sér með kirkjuheimsóknum, heimsóknum frá Gídeonfélögum og kristnum bókagjöfum, auk þess sem hallar á umfjöllun um trúarbrögð sem eru ekki kristin.), þá er svar skólans það að barnið skuli dregið úr hópnum og sett út í horn á meðan.

Ég kvartaði undan þessu við skólann.  Skólastjórnendur tóku langan tíma í að svara þessu, og svöruðu þessu með skætingi þegar þeir loksins gerðu það.  Stuttu seinna ræðst skólastjóri skólans á drenginn minn, sparkar undir borð sem hann situr við svo hann fær borðið framan í sig og fær blóðnasir.  

Ég kvartaði undan þessu við Menntasvið Reykjavíkurborgar.  Þau gerðu ekkert í málinu.  Skólastjórinn situr enn á sínum stað, og stráknum mínum er enn boðið að sitja í horninu ef ég er eitthvað ósáttur.

 Sjálfur lenti ég í einelti á minni skólagöngu, og ég upplifi hluta af því aftur núna í gegnum menntastofnanir borgarinnar.   

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband