Íslenskt hugvit og orka í 1. sæti!

Íslenskur uppfinningamaður Valdimar Össurarson, sem reyndar er formaður SFH (Samband Frumkvöðla og Hugvitsmanna), hlaut 1. verðlaun fyrir uppfinningu sína í alþjóðlegri samkeppni IFIA sem eru alþjóðasamtök uppfinningamanna (Fourth International Inventor's Day Celebration).

Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi á 125 ára afmælishátíð sænska uppfinningafélagsins (SUF) þ. 5. október n.k.

Valdimar er formaður SFH (Samtök Frumkvöðla og Hugvitsmanna, (www.nyhugmynd.com), sem eru einu samtök frumkvöðla og uppfinningamanna á Íslandi.  Hann er stofnaði á sínum tíma fyrirtækið Valorku ehf utan um uppfinningu sína.

Valorka ehf vinnur að þróun hverfla til virkjunar sjávarfallaorku.  Valorka hverflarnir hafa mikla sérstöðu og virðast henta mjög vel til virkjunar þess straumhraða sem algengur er við strendur og annes víða um heim.  Þeir hafa einnig víðtækara notagildi, t.d. til virkjunar vindorku.  Valorka ehf vinnur einnig að rannsóknum og gagnaöflun varðandi nýtingu sjávarorku. Hluti þess er verkefni sem snýr að rannsóknum sjávarstrauma í röstum við annes Íslands, en þær rannsóknir hafa ekki áður verið gerðar. 

Valorka ehf. vinnur í nánu samstarfi við færustu sérfræðinga og nýtur stuðnings Tækniþróunarsjóðs og Orkusjóðs. Valdimar Össurarson, stofnandi Valorku ehf á hugmyndir að baki hverflunum og einkaleyfi þeim tengd.

Nánari upplýsingar má finna inn á www.valorku.is og um hátíðina á www.suf125.com
Sími Valdimars er 8622345

 valdimar.jpgValdimar Össurarson


Þess má geta að SFH og KVENN (kvenn.net) verða með tvo bása á þessari hátíð sem tengd er Täkniska mässan í Älvsjö og munu 6 íslenskir frumkvöðlar og hugvitsmenn vera með sín verkefni þar, þar á meðal verður Valdimar Össurarson, sem nú hefur skipað sér á bekk með hæfustu frumkvöðlum og uppfinningamönnum hér á landi og þótt víða væri leiðtað. 

Þessi verðlaun, sem nema um ískr. 5.500.000.-  eru í senn mikill heiður fyrir Valdimar og SFH og um leið stórkostleg hvatnig fyrir allra íslenska hugvitsmenn og félagið okkar SFH. 


Nú ættu allir að skrá sig í félagið okkar. Það kostar ekkert og marg borgar sig. (Nyhugmynd.com)

 valorka_2.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband