Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi, rétt skal vera rétt!

Ég fylgist alltaf með útkomu GEM skýrslunnar, enda ein af fáum frumkvöðlakonum á Íslandi og er stolt af því.
GEM stendur fyrir Global Entrepreneurship Monitor og samkvæmt öllum orðabókum sem ég hef komist í þá þýðir entrepreneur = ATHAFNAMAÐUR en ekki frumkvöðull. Entrepreneurship ætti þá að þýða  athafnasemi eða framtakssemi. 
Frumkvöðull er brautryðjandi eða aðili sem byrjar á einhverju nýju, nýskapandi og á ensku er það innovator eða originator.
Samkvæmt niðurstöðum GEM skýrslunnar þá er aðeins fimmtungur af athafnamanneskjunum sem eru hinir eiginlegu frumkvöðlar og stunda frumkvöðlastarfsemi.
Er ekki komin tími til að þýða orðið entrepreneur rétt ? Réttnefni skýrslunnar er því Athafnasemi á Íslandi.
mbl.is Fáar konur en margir ómenntaðir taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Til hamingju með fyrsta Mogga-Bloggið!
Það er hollt fyrir sálartetrið að blogga. Svo er það líka skapandi. Svo getur maður alltaf strikað það út seinna. 

Júlíus Valsson, 27.3.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband