Kvikasilfurmengun eða ljósdíóður?

Sparperur innihalda kvikasilfur! Hvar og hvernig á að endurvinna þær????

Kvikasilfur er frumefni (Hg) og í náttúrunni kemur það einkum fyrir sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar).

Kvikasilfur er eitur. Kvikasilfur er ekki bara eitrað, það er baneitrað. Bannvænn skammtur kvikasilfursalts er um 1 g. Kvikasilfurmálmurinn sem slíkur er ekki eitraður þó hann sé gleyptur þar sem hann frásogast ekki úr meltingarvegi.
Kvikasilfur er í raun vökvi en telst til þungmálma. Þungmálmar þurfa ekki að safnast fyrir í miklu magni í lífverum til þess að eituráhrif komi fram, sbr. eituráhrif blýs og kvikasilfurs á miðtaugakerfið.

Vegna rokgirni kvikasilfurs berst það auðveldlega langar vegalengdir í andrúmslofti. Þetta hefur valdið því, að mikið magn kvikasilfurs hefur fundist fjarri uppsprettum þess. Almennt hefur verið talið varasamt að magn kvikasilfurssambanda (methyl mercury) sé meiri en 0,5mg/kg og að neysla kvikasilfurs megi ekki fara yfir 0,5mg/viku. Lægri gildi eru fyrir barnshafandi konur. Kvikasilfrið hamlar starfsemi efnahvata í frumum líkamans með því að bindast sulfhydryl hópum (-SH) í frumunum. Þetta veldur því, að kvikasilfur er eitrað öllum frumum líkamans.

Helstu eituráhrif kvikasilfurs eru:

1) Bráð eituráhrif kvikasilfurs:
a) Eftir neyslu kvikasilfurssalta: Málmbragð, kviðverkir, blóðugur niðurgangur jafnvel í nokkrar vikur. Minnkaður þvagútskilnaður. Nýrnabilun, sem veldur dauða.
b) Eftir innöndun kvikasilfurgufu: Bólgur í munnslímhúð, aukin munnvatnsframleiðsla, málmbragð, niðurgangur, lungnabólga, nýrnaskemmdir, svimi, klaufska, taltruflanir og banvænir krampar.
c) Aklylsambönd kvikasilfurs safnast fyrir í miðtaugakerfinu og valda truflun á samhæfingu hreyfinga (ataxia), rykkjasótt (chorea), og krömpum. Yfirleitt er um að ræða varanlegar skemmdir á miðtaugakerfinu.

2) Langvinn eituráhrif kvikasilfurs:
a) Ofsakláði (urticaria), húðeksem, bólgur í slímhúðum, aukin munnvatnsframleiðsla, niðurgangur, blóðleysi, fækkun hvítra blóðkorna, lifrarskemmdir og nýrnabilun. Hárlos. Einnig truflanir á andlegri starfsemi, ekki síst hjá börnum.

Af hverju er ekki veðjað á ljósdíóður sem framtíðarlausn?????

mbl.is Örlög glóperunnar á Íslandi ráðast senn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að ráðamönnum er sama meðan tískufyrirbærið safnar atkvæðum. Hvaða afleiðingar það hefur í för með sér skiptir engu máli. Þá verða þeir pólitíkusar hvort eð er dauðir sjálfir og búnir að skapa nýjum pólitíkusum jarðveg til að banna sparperur.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Algengustu sparperur í dag eru flúorperur í ýmsum myndum. Ef menn passa upp á að koma þeim í endurvinnslu ætti mengun að verða mjög lítil, eða engin ef allir endurvinna (og framleiðendur passa upp á sitt).

Ljósdíóður eru líklega framtíðin. Þróun þeirra hefur verið nokkur og ljósið sjálft (litrófið) að verða mun þægilegra en það var áður. Að auki eyða þær mun minni orku en aðra sparperur og endast nánast til eilífðar.

Svo má ekki gleyma halogenperum sem eru mun sparneytnari en glóperur og nokkuð vinsælar.

Magnús Björnsson, 27.8.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Magnús Björnsson

Þetta er athyglivert hjá þér Nói.

En hvort díóður verði hagkvæm lausn í framtíðinni er erfitt að segja. Ég er að vísu bjartsýnni en þú á það. Eins og þú bendir á hefur þróunin verið hröð upp á síðkastið. Ég á ennisljós með díóðum og sé ég mikinn mun á þeim, bæði hvað varðar styrk og "lit" en þau eru bæði frá sama framleiðenda.

Þú nefnir að kostnaður sé miklu hærri á hvert lumen og ætla ég ekki að draga það í efa. Ef aftur á móti er litið á endingu díóða miðað við aðrar perur þá er náttúrulega hægt að leika sér mjög með slíka reikninga (hversu margar perur þarf á x-löngu tímabili miðað við díóður).

En í dag eru það einkum þrenns konar möguleikar sem koma í staðinn fyrir glóperurnar, þ.e. flúor, halogen og díóður.

Magnús Björnsson, 27.8.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhversstaðar las ég að sparperur væru mjög orkufrekar í framleiðslu, þannig að umhverfisvænt eða ekki, væri umdeilanlegt. Auk þess er raforkuframleiðsla ekki allsstaðar óvistvæn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 13:56

5 identicon

Mæli með að þú skoðir þessar perur, þær eru svolítið töff, amk finnst mér það.

http://www.lemnislighting.com/

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:25

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svíar hafa bannað alla notkun kvikasilfurs. Ef þeir komast upp með það, ætti ekki að vera mikið mál að sniðganga enn eitt ESB-ruglið. Miðað við að sparperur eru orkufrekar í framleiðslu, eitraðar og gefa vont ljós, sem veldur því að fólk kaupir fleiri lampa (og eiturperur) til að bæta fyrir lélega birtu - er ekkert sem mælir með þessum eiturbombum.

Burt með eiturperurnar!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2009 kl. 03:24

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt stykki sparpera í BYKO sem ég skoðaði um daginn, kostar 7000 kr.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 09:22

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Djöfuls okur er alltaf hjá BYKO. Segðu mér hvaða pera þetta var og ég skal finna verið hér í Danaveldi.

Á nú að neyða okkur til að nota olíulampa og grútarljós?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2009 kl. 10:58

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það voru reyndar til ódýrari perur líka, á um 3000 kr.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband