Brotin sjálfsmynd

Hvernig líður börnum sem verða fyrir einelti kennara og/eða annarra einstaklinga í skóla?
Hvert geta þessi börn leitað ef hinir fullorðnu bregðast í skólanum? Hvaða áhrif hefur þetta á börn?
Þegar börn byrja í skóla eru þau full eftirvæntingar. Þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Sum eru orkumikil og skapandi, jafnvel kunna þau alla stafina og eru byrjuð að lesa. Sum kunna líka á tölvur og jafnvel erlend tungumál. Þegar í skólann er komið þá þarf að fara eftir reglum og námsskrá. Börnin eru komin inn í kassann. Þau sem ekki rúmast vel í kassanum fara að rekast á. Þau fara að fá neikvæða athygli, þau þykja óstýrilát, þau eru send til skólastjórans, þau eru send í greiningu og þau eru sett á lyf svo þau rúmist betur í kassanum.
Börnum sem verða fyrir einelti kennara eða annarra skólaliða er almennt ekki trúað þó þau reyni að gefa það til kynna við foreldra eða skólastjóra. Þau eru bara álitin óþæg og eiga ekkert gott skilið.
Börn sem eru í þessari aðstöðu í skólanum missa trúna á sjálfan sig. Þau treysta því ekki að þau geti gert neitt rétt. Þau hafa aldrei fengið að njóta sín. Þau þróa með sér skólaleiða og sjá ekki tilgang í því að mæta á stað sem þeim líður illa í. Sjálfsmynd þeirra er brotin og mikil hætta er á að þau þrói með sér einhverns konar fíkn t.d. tölvufíkn og í kjölfarið kemur einangrunin.
Brotna sjálfsmynd er erfitt að laga og getur tekið alla ævi.

einelti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður og þarfur pistill hjá þér Elínóra.

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.12.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alltaf afskaplega þakklát að sjá umræðu um þessi mál. Að uppfræða almenning og opna augu fólks er rétta leiðin til að vinna gegn einelti.

Marta B Helgadóttir, 18.12.2009 kl. 15:51

3 identicon

Það er gott að þessu umræða sé í gangi,, ekki veitir af

Ása Sverris (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband