Frumkvöðlakonur komnar í úrslit!

7 íslenskar konur eru komnar í úrslit til Evrópuviðurkenningar fyrir nýsköpun! Eru þetta ekki frábærar fréttir og tilbreyting frá Ice-save?
Það ræðst 8.okt. í Helsinki hvort einhver af þeim fær fyrstu verðlaun í sínum flokki. Konurnar er: Alexandra Argunova fyrir að byggja brú milli tveggja menningarheima, Ágústína Ingvarsdóttir fyrir Life- Navigation, Herdís Egilsdóttir fyrir Landnemakennsluaðferðina, hönnun og bókarskrif, Hulda Sveinsdóttir fyrir heilsukoddan Keili, Guðrún Guðrúnardóttir fyrir gifstappa, Margrét Pála Ólafsdóttir fyrir Hjallastefnuna og Rósa Helgadóttir fyrir hönnun og endurvinnslu. María Ragnarsdóttir verður í hópi dómara en hún komst í úrslit árið 2007, fyrir tæki til að mæla starfsgetu lungnanna. Svo verð ég ein af ræðumönnum og tala um KVENN og nýsköpun og tengslanet. 
Til hamingju stelpur! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra baráttu- og frumkvöðlakona. Til hamingju með þennan góða áfanga og gangi ykkur vel í Helsinki. Ég er alveg viss um að íslenskar konur vinna þarna meira en ein verðlaun. Góða ferð.

Elinborg (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig gekk?

Júlíus Valsson, 15.10.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband