Ný hugmynd tilbúin til framleiðslu á 3 dögum! Hvaða rugl er þetta!

Prófessorinn og hönnuðurinn Kaj Mickos hefur sannreynt þetta síðastliðin 20 ár í Svíþjóð og aðstoðað um 25 þúsund  einstaklinga við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.  Hann á sjálfur 31 einkaleyfi og hefur stofnað 14 fyrirtæki á ólíkum sviðum. Undanfarin tvö ár hefur hann verið með tvær sjónvarpsþáttaraðir í TV8 í Svíþjóð. Önnur heitir „72 hours race“ þar sem  hugmynd er útfærð og undirbúin til framleiðslu á 72 tímum. Hin þáttaröðin heitir „Innovatörarna“ þar sem Kaj fer inní starfandi fyrirtæki og hjálpar til við lausn á ákveðnu vandamáli.

Kaj Mickos er stofnandi Innovation Plant eða Nýsköpunarverksmiðjunnar.

Hann segir:
- fyrirtæki þurfa stöðuga endurnýjun til að halda forskoti í samkeppni
- það er hægt að móta nýsköpunarferlið
- markmiðið er að koma nýrri vöru á markað
- hugmyndasmiðir eru alls staðar í samfélaginu
- flestir þeirra sem stuðla að nýsköpun eru nýgræðingar sem þurfa aðstoð
- þverfaglega vinnu þarf til þess að koma nýrri vöru á markað
- það eru fleiri en færri hugmyndir, sem hægt er að þróa til árangurs
- mikilvægt er að koma sem fyrst inn með faglega þekkingu
- það er ómögulegt að dæma í upphafi hvort hugmynd nær árangri á markaði
- árangur er undir verkefnastjóranum komið
- ómögulegt er að ljúka verkefni án peninga

Markmið Nýsköpunarverksmiðju Kaj Mickos er að:
- auka vöxt og verðmætasköpun samfélagsins með því að tengja saman hugvit og þekkingu og leysa þannig nýsköpunarkraftinn úr læðingi.
Einstaklingurinn er settur í fyrirrúm, geta hans og þekking. Allir eiga möguleika á að ná árangri ef þeim er gefið tækifæri.

Það er mikilvægt að hver einasta manneskja sem tekur þátt í nýsköpunarferlinu hafi eldmóð, metnað og hvatningu til að taka þátt í að leysa verkefnið og finna lausnir.
Það verður í höndum hugmyndaríks fólks að hjálpa Íslandi upp úr öldudalnum.
Hugvit skapar atvinnu.  Virkjum því hugvitið!

Laugardaginn 5.september kl.11 í Ásbrú í Reykjanesbæ mun Kaj Mickos halda fyrirlestur og vera með vinnustofu sem hann kallar „Market race“, þar sem 4 lið munu keppa um að leysa ákveðið vandamál. Þetta eru 10 manna hópar og er fundargestum boðið að taka  þátt. Veittar verða viðurkenningar í lokin fyrir árangursríkustu lausnina.
Þessi fyrirlestur er samvinnuverkefni Ásbrúar, KVENN og Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! Hægt að slá tvær flugur í einu höggi því Ljósanótt er í hámarki! Skráið ykkur á skraning@kadeco.is

Sjá nánar á: www.asbru.is

kaj_mickos.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Frábært!
Ég mæti að sjálfsögðu sem sannur hugvitsmaður. Kannski hætta nú nýju hugmyndirnar að hringsóla endalaust i kerfinu og komast loksins út á markaðinn, sem var jú ætlunin í upphafi. Góðar hugmyndir eiga nefnilega það til að daga uppi í endalausu þrasi um viðskiptaáætlanir og kommissionir til misgáfaðra sérfræðinga.

Júlíus Valsson, 2.9.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband