Í dag urðu merkileg straumhvörf í íslenskum stjórnmálum, er Bjarni Benediktsson var kosinn formaður flokksins. Hlaut hann yfirburða kosningu. Kosningabaráttan var í senn stutt og drengileg og var báðum frambjóðendum til mikils sóma og í raun nauðsynleg Sjálfstæðisflokknum og honum til framdráttar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut yfir 80% atkvæða í kjöri varaformanns flokksins. Hún hefur fyrir löngu sannað sig á vettvangi stjórnmálanna. Staða hennar innan flokksins er afar sterk eftir Landsfundinn.
Bjarni Benediktsson er mjög efnilegur og vaxandi leiðtogi. Hann er dugmikill, áræðinn og traustur.
Hér er um að ræða yfirburða stjórnmálamenn, og kjör þeirra markar tímamót í sögu flokksins og er um leið gott og nauðsynlegt veganesti fyrir Sjálfstæðismenn í komandi Alþingiskosningum.
Til hamingju Þorgerður Katrín! Til hamingju Bjarni! Til hamingju Sjálfstæðismenn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.3.2009 | 23:44 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
aslaugas
-
malacai
-
andriheidar
-
annaandulka
-
annabjo
-
arndisthor
-
agbjarn
-
fjallkona1
-
astamoller
-
bjarnihardar
-
blues
-
gattin
-
baenamaer
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
dofri
-
doggpals
-
ekg
-
ellyarmanns
-
ea
-
grazyna
-
gudfinna
-
vglilja
-
drsaxi
-
gummisteingrims
-
alit
-
zeriaph
-
gylfithor
-
heim
-
hjaltisig
-
hlini
-
maple123
-
daliaa
-
jakobk
-
jonaa
-
jonmagnusson
-
juliusvalsson
-
kristjangudm
-
lady
-
marinomm
-
mariaannakristjansdottir
-
strakamamman
-
martasmarta
-
martagudjonsdottir
-
omarbjarki
-
omarragnarsson
-
perlaoghvolparnir
-
hux
-
pjeturstefans
-
fullvalda
-
sigmarg
-
sigurborgkrhannesdottir
-
einherji
-
hvala
-
stebbifr
-
steinnhaf
-
saethorhelgi
-
tomasha
-
steinibriem
-
skrifa
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hvaða leið ætlar hinn nýi straumur .... ? Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.3.2009 kl. 09:29
Betri er krókur en kelda.
Við þessar aðstæður sem við nú búum við þarf að horfa til framtíðar en ekki að finna skyndilausnir. Skyndilausnir eru aðalsmerki núverandi stjórnarflokka og koma landinu ekki til góða til lengri tíma litið. Allt tal um gjaldmiðlaskipti núna eru t.d. út í hött. Það þarf að koma á stöðugleika fyrst ef á að skipta um gjaldmiðil. Að koma á stöðugleika verður ekki gert á einum degi við núverandi aðstæður heldur tekur það langan tíma - jafnvel einhver ár.
Ég get tekið að svara spurningu þinni G, en svarið er einfaldlega að hinn nýi straumurinn ætlar lengri leiðina. Sjálfstæðismenn eru upp til hópa duglegt fólk og hefur bæði kraft og dugnað til að fara þessa löngu leið. Aðalsmerki vinstriflokkanna eru hinsvegar að koma fram með óraunhæf loforð um skyndilausnir til þess eins að villa um fyrir örvæntingafullu fólki sem á um sárt að binda og reyna þannig að tryggja flokkunum góða kosningu í komandi alþingiskosningum. Lýsingarorðið yfir það er í besta falli lágkúrulegt.
Bó, 30.3.2009 kl. 12:45
Straumhvörf ? Þarf að kíkja í orðabók Blöndals
Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 18:37
Straumhvörfin eru þau, að það er kominn Engeyingur í forystu flokksins að nýju. Þjóðin þarf ekki leiðsögn Sjálfstæðisflokksins út úr vandanum. Það er nóg að flokkurinn kom okkur í hann.
ET (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:30
Líklega á að finna nýja hirði fyrir peningana okkar? Hver man ekki orð Péturs Blöndal um fé án hirðis og þeim tókst að rústa Spron eftir 77 ára farsæla göngu Við skulum gefa hirðunum og fylgifiskum þeirra frí um ókomin ár frá stjórn landsins nú er komið nóg!
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.