Hugvit skapar störf

Hafið þið leitt hugann að því hvað hugvitsmaður getur skapað mörgum atvinnu með einni hugmynd?

Nefna má eftirfarandi störf / starfsemi:

1) viðskiptafræðingur sem gerir viðskiptaáætlun
2) lögfræðingur eða verkfræðingur sem gerir einkaleyfi
3) einkaleyfastofur, sem gerir nýnæmiskönnun og skráir leyfin
4) hönnuðir sem gera frumgerð
5) rannsóknarmenn sem gera prófanir
6) framleiðslufyrirtæki
7) markaðsfræðingur kannar markað
8) sölumaður kemur vöru til verslunar og neytenda
9) grafískur hönnuður gerir auglýsingar og jafnvel vefsíðu


Fleira mætti nefna

Það eru þó ýmsar hindranir í veginum fyrir nýjar hugmyndir:

Virðingarleysi og fordómar er oft eitt af því fyrsta sem mætir hugvitsmanni þegar hann fer af stað með hugmynd sína, sérstaklega ef hann er  ekki með „réttu menntunina“ fyrir þessa ákveðnu hugmynd, eða er ekki með „réttu hugmyndina“ þ.e. hún fellur ekki undir líftækni, hugbúnað, tölvutækni eða hönnun. Þetta eru auðvitað hreinir fordómar.

Hugvitsmenn eru eins misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir vilja stofna fyrirtæki og læra að gera
viðskiptaáætlanir, aðrir ekki. Yfirleitt vilja þeir standa undir nafni og vera hugvitssamir, en þó ekki sérfræðingar í gerð viðskiptaáætlana.
 
Sumir eru það frjóir að þeir myndu vilja leggja hugmyndir sínar inn í hugmyndabanka og selja aðgang að þeim. Hugmyndabanki myndi minnka fordóma og auka möguleika á að hugmynd verði að vöru, og að hugvitsmaður gæti jafnvel sjálfur hagnast á henni.

Ráðgjafar á jafnréttisgrunni eru nauðsynlegir, þar sem gerðir eru skriflegir trúnaðarsamningar við
hugvitsmanninn. Þannig skapast traust. Þetta yrði nokkurs konar jafningjafræðsla þar sem hinir lengra komnu leiðbeina byrjendum.
 
Samvinna hugvitsmanns við mismunandi þekkingarsvið getur flýtt ferlinu „frá hugmynd að vöru“.
Verndun hugmynda er dýrt ferli og hefur knésett margan hugvitsmanninn. Það er dýrt að sitja uppi með einkaleyfi,  sem ekki tekst að selja eða gera eitthvað úr. Það þyrfti að breyta  og einfalda þetta  kerfi.

Af hverju gildir t.d. ekki höfundarréttur á viðskiptaáætlun sem fyrsta vernd?  Einkaleyfastofan eða sýslumaður getur gefið hugmyndinni stimpilinn “Mér sýnt”. Þetta yrði mun ódýrara sem fyrsta vernd, en gerð einkaleyfis.
Það myndi sparast tími ef frumgerð væri unnin í tölvu með þrívídd þar sem virkni hlutarins yrði könnuð. Þannig myndu sparast margar vinnustundir og frumgerðarsmíðin yrði markvissari.

Framleiðsla á vöru krefst þolinmóðs fjármagns, sem er ekki til á Íslandi. Þessu þarf að breyta!
En það er ekki nóg að vera með góða hugmynd það þarf að koma vörunni til neytendans.

Markaðssetning hefur verið dýrt, torvelt og langt ferli, sérstaklega fyrir litla þjóð í miðju Atlantshafi. Þetta kerfi þarf að endurskoða með hliðsjón af nýrri tækni. Ísland er ekki lengur eyland, við erum hluti af alheimsmarkaði og lítil fyrirtæki hafa sömu möguleika og hin stóru með tilkomu Internetsins. Með því nærðu beint til neytendans út um allan heim ef þú kannt réttu tökin á tækninni; réttu „trixin“.

Það þarf ekki lengur að taka markaðsstjóra á leigu né ráða sérstaka dreifiaðila. Það eru breyttir tímar, við getum prófað vörur okkar beint á erlendum markaði og það þarf ekki að kosta margar milljónir.

Þetta eru aðeins nokkur atriði sem ætti að endurskoða í ferlinu „frá hugmynd að vöru“.

Nánar á heimasíðu minni:  www.elinorainga.com

idea.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hefur þú hugsað hvað allur þessi pakki kostar neytendur??

Bara hin hliðin á málinu...jákvæðni....ekki eins og allur pakkinn komi ekki til neytenda á endanum.  Ef þú allar max gróða ( sem allir vilja )...kostar þetta mikklu meira en internet promo???

itg (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Sammála! Það er samt alltaf verið að gera lítið úr hugvitssömu fólki. Hefur þú ekki heyrt um regluna 1%, 10% og 100% ? Hugmyndin sjálf er metin 1% en markaðssetningin 100 %. Ég er alls ekki sammála þessum prósentum og mér finnst fólk vanmeta hugvitið.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband