Ég hef lengi haldið því fram, að við Íslendingar hafi óendanlega mikla möguleika til að nýta betur þau tækifæri, sem okkur bjóðast. Við erum bara ekki nægilega vel vakandi fyrir nýjum möguleikum. Við hjökkum stöðugt í sama farinu. Því miður. Magn er betra en gæði, eða það halda menn á mörgum sviðum.
Eitt af því, sem ég hef barist fyrir í mörg ár er fullnýting sjávaraflans. Þar hef ég þó oft talað fyrir daufum eyrum. Áheyrendur hafa þó e.t.v. ekki alltaf verið mjög margir. Þrautseigja er þó mitt aðalsmerki og ég gefst aldrei upp. Þar eru líklega á ferðinni þrjóskugenin úr Aðalvík, hver veit?
Nýleg grein í tímaritinu New Scientist segir frá því, að miklar breytingar eigi sér nú stað í vistkerfi sjávarins, hverju sem því er um að kenna. Villtir fiskistofnar eru hreinlega að hverfa. Ofveiði, mengun og loftlagsbreytingar hafa þar eflaust mikið að segja. Eftirspurn eftir fiskmeti fer vaxandi og er talið að hvert mannsbarn í heiminum borði að jafnaði um 16 kg af fiski á ári. Þessar tölur eru mun hærri í vissum löndum. Sjáfarfang er um 20% af fæðunni í flestum löndum.
Ofveiði hefur hrikaleg áhrif á fæðukeðjuna. Nú er ýsan og þorskurinn að hverfa undan austurströnd Bandaríkjanna og víðar. Þá snúa menn sér í staðinn að rækju- og krabbaveiðum og öðrum smáfiski.
Undanfarin ár hefur stjórn fiskveiða hér við land verið með miklum ágætum. Á þessum sviðum sem öðrum verðum við þó að fara gætilega. Fiskiðnaðurinn í heiminum hefur smám saman verið að fikra sig neðar og neðar í fæðukeðjunni í sjónum á meðan við þykjumst ekki sjá þá allra stærstu þ.e. hvalina. Þeir eru sagðir vera svo gífurlega gáfaðir og fá þvi að vera óáreittir. (Ég held reyndar að gáfaðasti "fiskur", sem ég hef séð hafi verið kolkrabbinn í Sædýrasafninu í Sandgerði). Nú er það gulldeplan, sem á ryksuga upp næst.
Það er því einungis tímaspursmál hvenær okkur verður bannað að veiða ýsu, þorsk, karfa og ufsa. Þetta eru allt svo gáfaðir fiskar og nú fer að komast í tísku að éta kolkrabba, krossfiska og marglyttur. Við þurfum þvi áfram að gæta að okkur og halda okkur við þá fiskveiðistefnu, sem við höfum markað okkur um árabil og vera áfram fyrirmynd annarra þjóða í þeim efnum. Við þurfum að skoða alt það hráefni, sem við þegar höfum og nýta það mun betur.
Ég hef sjálf sýnt og sannað að þetta er hægt með smá hugviti og þrjósku. Íslendingar þurfa ekki að vera eins og "snúið roð í hundskjafti".
Það eru til skynsamar leiðir út úr kreppunni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.3.2009 | 12:42 (breytt 7.3.2009 kl. 10:24) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- aslaugas
- malacai
- andriheidar
- annaandulka
- annabjo
- arndisthor
- agbjarn
- fjallkona1
- astamoller
- bjarnihardar
- blues
- gattin
- baenamaer
- bryndisharalds
- brandarar
- dofri
- doggpals
- ekg
- ellyarmanns
- ea
- grazyna
- gudfinna
- vglilja
- drsaxi
- gummisteingrims
- alit
- zeriaph
- gylfithor
- heim
- hjaltisig
- hlini
- maple123
- daliaa
- jakobk
- jonaa
- jonmagnusson
- juliusvalsson
- kristjangudm
- lady
- marinomm
- mariaannakristjansdottir
- strakamamman
- martasmarta
- martagudjonsdottir
- omarbjarki
- omarragnarsson
- perlaoghvolparnir
- hux
- pjeturstefans
- fullvalda
- sigmarg
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- hvala
- stebbifr
- steinnhaf
- saethorhelgi
- tomasha
- steinibriem
- skrifa
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.