Ísland getur nýtt sér frelsið

Á örskömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á Íslandi. Margir bera nú kvíðboga fyrir framtíðinni, sem eru eðlileg viðbrögð á óvissutímum. Það er þó afar mikilvægt, að horfa björtum augum til framtíðar en um leið að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir á raunhæfan hátt.

Allt frá byrjun síðustu aldar höfðu margir Íslendingar þá staðföstu trú, að þeir gætu staðið á eigin fótum í hinum stóra heimi.  Lítil þjóð á hjara veraldar og á mörkum hins byggilega heims.  Íslendingar mega ekki gleyma því nú þegar mikill háski vofir yfir að sjálfstæði lands og þjóðar er engan veginn sjálfsagt mál.

Sjálfstæðisstefnan byggir á frelsi einstaklingsins til öðlast möguleika til að berjast fyrir málstað sínum á réttlátan hátt og njóta til fulls hæfileika sinna og frumkvæði.  Aldrei má neinn skugga bera á þennan rétt manna. Raunverulegu frelsi fylgir þó ábyrgð og raunhæfri ábyrgð fylgir frelsi. Þessi atriði haldast því ætíð í hendur. Frjálsum líður manninum best og frjáls getur hann unnið heildinni mun meira gagn en sá sem bundinn er af oki og yfirgangi annarra. Sjálfstæðismenn hafa ekki misst sjónar á þessum sannleika þó svo einhverjir aðilar hér á landi hafi hlaupist undan ábyrgð.

Ég hef þá staðföstu trú að á Íslandi séu margir ónýttir möguleikar landi og þjóð til aukinnar hagsældar. Nýir tímar kalla á breytt viðhorf og endurnýjun. Gömlu gildin standa þó enn fyrir sínu. Nú ríður á að koma auga á nýja möguleika, sem hægt er að nýta þjóðinni til heilla. Til þess þurfum við svigrúm, til þess þurfum við frelsi.  
 
Við þurfum nú að standa vörð um frelsi einstaklingsins því frelsi mannsins er frelsi þjóðarinnar. 


Mynd: Ólafur Ingólfsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þá væri þjóðinni borgið

ef þúsundir gerðu eins..."

(úr ljóðininu Höfðingi smiðjunnar eftir Davíð Stefánsson)

Já Elínóra mín, ef þjóðin ætti fleiri manneskjur eins og þig til að stjórna landinu væri okkur borgið! Gangi þér vel

Anna (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband