"Í garðinum eru fjórar árstíðir; vetur, sumar, vor og haust", sagði Chance the Gardener (a.k.a. Chauncey Gardinerse), hin eftirminnilega sögupersóna Jerzys Kosińskis í bók hans "Being there".
"Vorið er tími útsæðis og sprota."
Hér á landi ríkir enn vetur. Þó eru ýmis vorteikn á lofti, daginn er farið að lengja og það er að birta til. Brátt fer nýtt brum að teygja sig og toga upp úr kaldri snjóbreiðunni. "Mjór er mikils vísir", segir máltækið. Veturinn heldur okkur þó enn í heljargreipum. Þótt vetrarsólin hafi náð að bræða snjó á hæstu tindum eru þó enn skaflar í skugga, og dimmum skúmaskotum.
Bændur kunna að rýma til fyrir nýjum gróðri. Þeir einfaldlega brenna sinuna. Á þann einfalda en um leið áhrifaríka hátt eyða þeir gróðurleyfum og fúnum stofnum og auðga um leið jarðveginn fyrir nýjum gróðri. Við þurfum að hreinsa rækilega til í garðinum okkar. Vorið er tími endurnýjunar og nýrra hugmynda. Margur skaflinn og jakinn, sem virðist ósigrandi að vetri, bráðnar smám saman og flýtur til sjávar að lokum. Jafnvel grýlukertin bráðna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.3.2009 | 12:06 (breytt kl. 20:57) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- aslaugas
- malacai
- andriheidar
- annaandulka
- annabjo
- arndisthor
- agbjarn
- fjallkona1
- astamoller
- bjarnihardar
- blues
- gattin
- baenamaer
- bryndisharalds
- brandarar
- dofri
- doggpals
- ekg
- ellyarmanns
- ea
- grazyna
- gudfinna
- vglilja
- drsaxi
- gummisteingrims
- alit
- zeriaph
- gylfithor
- heim
- hjaltisig
- hlini
- maple123
- daliaa
- jakobk
- jonaa
- jonmagnusson
- juliusvalsson
- kristjangudm
- lady
- marinomm
- mariaannakristjansdottir
- strakamamman
- martasmarta
- martagudjonsdottir
- omarbjarki
- omarragnarsson
- perlaoghvolparnir
- hux
- pjeturstefans
- fullvalda
- sigmarg
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- hvala
- stebbifr
- steinnhaf
- saethorhelgi
- tomasha
- steinibriem
- skrifa
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ég hef mikið dálæti á nefndum garðyrkjumanni. Hann var mikill heimspekingur, spakvitur. Guðni Ágústsson minnti mig stundum á hann. Því er hans sárt saknað.
Veturinn er á förum. Fjörbrotin eru skammt undan. Í gær sá ég graslauk teygja sig upp úr moldinni.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 16:00
Elinóra - Takk fyrir vel skrifaða myndræna hugvekju - gott sjónarhorn inn í pólitíkina.
Gott gengi í prófkjörinu!
Kær kveðja.
Benedikta.
Benedikta E (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.