Hagsýna húsmóðirin nú farin að rífa kjaft?

Nú er komið að hagsýnu húsmóðurinni að stíga á stokk og láta í sér heyra. Hvernig getum við Íslendingar nýtt betur það sem við höfum þegar?
Hvað eigum við?
Hvernig getum við aukið verðmæti íslenskra vara?

Við eigum t.d. fiskimið, vatn, hreina náttúru, næga orku og afrar hugmyndaríkt fólk.

Við getum aukið verðmæti með því að:

1. Breyta um hugsanahátt í sjávarútvegi Hætta að sortera upp úr sjónum. Koma með þann afla að landi sem veiðist hverju sinni og fullnýta hann og skapa með því atvinnu. Búa til lúxus vörur fyrir menn og gæludýr úr öllum fiski. Votta þær sem sjálfbærar "organic" vörur

2. Lækka raforkuverð til íslenskra garðyrkjubænda og annarra sem eru með iðnað. Það er ekki nema sanngjarnt að þessi fyrirtæki fái sama raforkuverð og t.d. álverin. Við getum selt íslenskt lífrænt ræktað grænmeti úr landi. Við getum fjölgað tegundum og við eigum að búa til fullunnar lúxusvörur úr öllum framleiðsluvörum frá Íslandi.

3. Hvetja fólk til að virkja hugvitið og draga hugmyndir fram sem hrinda má í framkvæmd, eru atvinnuskapandi og afla gjaldeyris.

4. Framleiða nýjar vörur úr áli (ekki gefast upp!).

5. Opna heilsuhæli fyrir útlendinga og bjóða þeim t.d. upp á skurðaðgerðir og speglanir, rannsóknir o.fl. jafnvel detox!

6. Ísland er einstakt land og fámennt. Við þurfum að breyta markaðssetningu okkar á þann hátt að héðan koma einstakar vörur. Við eigum að færa okkur úr lágvöruhillunni upp í lúxushilluna því þar eigum við heima, með okkar einstöku vörur.

Þetta eru nokkrar tillögur í umræðuna um hvað við getum gert nú þegar án mikils tilkostnaðar. Við þurfum að hætta allri óþarfa skriffinsku og hefjast handa. Peningar sem notaðir hafa verið til að ýta undir nýsköpun hafa alltof oft runnið í að skrifa skýrslur en minna til framkvæmda. Tökum höndum saman allir þeir sem áhuga hafa á því að breyta áherslum í nýsköpunarumhverfinu. Ég hef talað fyrir daufum eyrum síðastliðin 12 ár en ég segi eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði forðum: „Minn tími mun koma!“

Takk fyrir áheyrn!.

Með bestu kveðju,

Elinóra Inga

idea_cms.gif
Meira síðar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband