Engin skyndilausn er til við þeim vanda, sem nú steðjar að íslensku þjóðinni. Algjör kúvending hefur orðið á kjörum og aðstæðum almennings hér á landi á örskömmum tíma. Kúvending, þ.e. einnig í þeirri merkingu að nú virðast stjórnvöld snúa rassinum upp í vindinn í stað þess að grípa til raunhæfra aðgerða. Ljóst er, að þörf er á viðækri hugarfarsbreytingu. Við þurfum að ná okkur upp úr þeim doða og aðgerðarleysi, sem fylgir áfallaröskun heillar þjóðar.
Í vísindunum er stundum talað á fínu máli um "Paradigm shift" þegar ný sannindi leysa þau gömlu af hólmi og viðhorf manna og viðmið taka nýja stefnu.
Íslendingar hafa alla tíð böðlast áfram. Það býr í þjóðarsálinni. Meira er betra en minna, magn er mun skárra er gæði. Þetta viðhorf er nú komið í þrot. Við höfum lengi stefnt að því, að fylla stórmarkaði og lágvöruverslanir erlendis af íslenskum fiski, lambakjöti og öðrum íslenskum afurðum. Þetta er kolröng stefna að mínu mati. Að vísu hefur viss árangur náðs varðandi lambakjötið í sérverslunum í USA.
Við verðurm að breyta þeim hugsunarhætti að við séum að framleiða lágvöru. Við erum að framleiða hágæða matvöru og við eigum að verðleggja vörur okkar skv. því. Annað er tómt rugl. Við þurfum kúvendingu í hugsunarhætti og viðskiptaháttum. Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp íslenskan iðnað og að markaðsetja vörur okkar erlendis sem einstakar vörur, í stað þess að kroppa augun úr hvert öðru. Einungis þannig er framtíð okkar borgið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.2.2009 | 16:11 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- aslaugas
- malacai
- andriheidar
- annaandulka
- annabjo
- arndisthor
- agbjarn
- fjallkona1
- astamoller
- bjarnihardar
- blues
- gattin
- baenamaer
- bryndisharalds
- brandarar
- dofri
- doggpals
- ekg
- ellyarmanns
- ea
- grazyna
- gudfinna
- vglilja
- drsaxi
- gummisteingrims
- alit
- zeriaph
- gylfithor
- heim
- hjaltisig
- hlini
- maple123
- daliaa
- jakobk
- jonaa
- jonmagnusson
- juliusvalsson
- kristjangudm
- lady
- marinomm
- mariaannakristjansdottir
- strakamamman
- martasmarta
- martagudjonsdottir
- omarbjarki
- omarragnarsson
- perlaoghvolparnir
- hux
- pjeturstefans
- fullvalda
- sigmarg
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- hvala
- stebbifr
- steinnhaf
- saethorhelgi
- tomasha
- steinibriem
- skrifa
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.