Jón Sigurðsson var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Til þess að minnast hans var fæðingardagur hans valinn sem sá dagur sem Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 og sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar Lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944.
Jón Sigurðsson var án efa lærðasti stjórnmálamaður Íslands, og alla daga var fræðimannsgleðin einn sterkasti þátturinn í lundarfari hans. Sennilega mun vera leitun á stjórnmálamanni hjá nokkurri þjóð, er hafi látið sögu lands síns þjóna málstað nútíðarinnar með slíkri kostgæfni og jafn ríkum árangri og Jón Sigurðsson.
Vorið 1851 var Jón kosinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og urðu störf hans fyrir félagið mjög umfangsmikil og gegndi hann forsetastarfinu til æviloka. Af þessu starfi fékk hann viðurnefnið forseti.
Segja má að Jón hafi verið nokkurs konar ólaunaður sendiherra Íslendinga í Kaupmannahöfn og að hann hafi haldið þar uppi viðskiptaskrifstofu fyrir þá á eigin kostnað. Sá hlutur var varla til sem landar hans báðu hann ekki um að hjálpa sér með. Gerði hann það með glöðu geði, þar sem hann vissi að það var snar þáttur í pólitískri velgengni hans.
Jón Sigurðsson, andaðist í Kaupmannahöfn þ. 7. desember 1879. Á silfursveig, sem Íslendingar í Höfn settu á kistu hans segir: Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.
Á þessu ári eru því 130 ár liðin frá andláti Jóns. Íslenska þjóðin þarf að spyrja sig að því, hver eða hverjir hafi haldið og halda nú uppi merki Jóns Sigurðssonar í stöðugri baráttu okkar fyrir að efla og viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar á öllum sviðum. Hvernig getur Íslenska þjóðin heiðrað minningu Jóns Sigurðssonar sem best og haldið hugsjónum hans á lofti og þannig vottað honum virðingu okkar?
Hvar eru nú Óskabörn Íslands, sverð þess og skyldir?
heimildir:
hrafnseyri.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2009 | 10:16 (breytt kl. 10:20) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- aslaugas
- malacai
- andriheidar
- annaandulka
- annabjo
- arndisthor
- agbjarn
- fjallkona1
- astamoller
- bjarnihardar
- blues
- gattin
- baenamaer
- bryndisharalds
- brandarar
- dofri
- doggpals
- ekg
- ellyarmanns
- ea
- grazyna
- gudfinna
- vglilja
- drsaxi
- gummisteingrims
- alit
- zeriaph
- gylfithor
- heim
- hjaltisig
- hlini
- maple123
- daliaa
- jakobk
- jonaa
- jonmagnusson
- juliusvalsson
- kristjangudm
- lady
- marinomm
- mariaannakristjansdottir
- strakamamman
- martasmarta
- martagudjonsdottir
- omarbjarki
- omarragnarsson
- perlaoghvolparnir
- hux
- pjeturstefans
- fullvalda
- sigmarg
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- hvala
- stebbifr
- steinnhaf
- saethorhelgi
- tomasha
- steinibriem
- skrifa
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.