Fann eftirfarandi í skjalasafninu mínu:
Hugmyndir að bættri miðborg Reykjavíkur.
1. Stöðumælagjald. Breyta því þannig að fyrsti klukkutíminn verður frír. Ef fólk ætlar að skjótast í banka eða eina búð þá fer það frekar í Kringluna eða Smáralind þar sem það fær frítt bílastæði. Miðbærinn missir þarna viðskiptavini.
2. Húsið sem hýsti Topshop (þar sem Nýja bíó var). Þar væri hægt að bjóða listamönnum og handverksfólki vinnuaðstöðu og hafa opið fyrir gesti, þannig að fólk getur farið og verslað beint við hönnuðina og fylgst með vinnu þeirra. Það mætti hugsa sér veitingastað á einni hæðinni þar sem hugmyndaríkir matgæðingar bjóða framleiðslu sína til sölu. Þetta verður lifandi eldhús, fólk á öllum aldri getur sótt um að fá aðstöðu til baksturs (matargerðar) eða komið með tilbúna rétti og selt þeim sem eiga leið um þetta lifandi hönnunarhús, en vilja setjast niður og fá sér að borða.
3. Uppgötvunarhús tengt Háskóla Íslands. Það vantar að tengja Háskólann við umhverfi sitt og fólkið. Mér datt í hug hvort það væri ekki hægt með svokallaðri uppgötvunaraðferð. T.d. að lofa fólki á öllum aldri að skoða í smásjár t.d. sýni úr Tjörninni. Skoða þunnsneið af íslensku grjóti í smásjá. Við það opnast nýr heimur! Gera tilraunir með seglum o.fl. o.fl.. Það er hægt að gera þetta á marga vegu. Kynna náttúruvísindin (jarðfr., lífr.,eðlisfr., efnafr, stjörnufr., verkfr.,m.a.) fyrir fólki á öllum aldri og gera það meðvitaðra um umhverfi sitt.
4. Hljómskálgarður Tjörnin. Væri hægt að koma þar upp aðstöðu í litlum húsum fyrir handverksfólk og veitingasölu sem nýttist allan ársins hring. Myndi breytast í lítið jólaþorp í desember. Á sumrin væri leikaðstaða fyrir börnin t.d. grunn laug til að busla í (því tjörnin er of skítug!) og skjólveggir (færanlegir) til að skýla fyrir norðanáttinni. Lítil skemmtilest gæti ekið um garðinn og kringum Tjörnina.
Það mætti einnig koma upp danspalli í Hljómskálagarðinum þar sem dansað er á sumarkvöldum til miðnættis. Þetta er hugsað sem fjölskylduskemmtun og er hægt að vera með létta danskennslu t.d. í línudansi þar sem allir geta tekið þátt. Einnig er hægt að hugsa sér að þarna geti fólk á öllum aldri æft sig í að koma fram og skemmta öðrum með söng, leik og dansi, jafnt að degi sem kvöldi.
Reykjavík 30.jan.2004, Elinóra Inga Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- aslaugas
- malacai
- andriheidar
- annaandulka
- annabjo
- arndisthor
- agbjarn
- fjallkona1
- astamoller
- bjarnihardar
- blues
- gattin
- baenamaer
- bryndisharalds
- brandarar
- dofri
- doggpals
- ekg
- ellyarmanns
- ea
- grazyna
- gudfinna
- vglilja
- drsaxi
- gummisteingrims
- alit
- zeriaph
- gylfithor
- heim
- hjaltisig
- hlini
- maple123
- daliaa
- jakobk
- jonaa
- jonmagnusson
- juliusvalsson
- kristjangudm
- lady
- marinomm
- mariaannakristjansdottir
- strakamamman
- martasmarta
- martagudjonsdottir
- omarbjarki
- omarragnarsson
- perlaoghvolparnir
- hux
- pjeturstefans
- fullvalda
- sigmarg
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- hvala
- stebbifr
- steinnhaf
- saethorhelgi
- tomasha
- steinibriem
- skrifa
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
heyr heyr! Frábærar nýsköpunarhugmyndir sem elst hafa vel
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:20
Sæl frænka mín.
Vantar ekki bráðum nýtt fólk í borgarstjórn. Þá kemur tækifæri fyrir fólk með hugmyndir.
Kveðja,
Sveinn
Sveinn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:49
Það hefur alltof lítið farið fyrir þér hingað til. Þetta er bráðsnjallt.
Ég búandi á Akureyri myndi alveg örugglega bjóða mínum börnum upp á svona skemmtun þegar við komum í fjölskylduferð til Reykjavíkur.
Áfram Elinóra
Anna Guðný , 6.5.2008 kl. 21:21
Sælar frú og gaman að hitta á þig hér. Þessi hugmynd er hrein snilld, mæli með að þú komir með nýtt framboð
Sólveig Antonsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.