Frábærar fyrirmyndir, en engin umfjöllun í fjölmiðlum

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta eftir reynslu mína við að koma á framfæri í fjölmiðla, frábærum árangri kvenna í nýsköpun á nýlegri GlobalWiin viðurkenningarhátíð sem haldin var 6.til 7.september síðastliðinn. 

Hér er hægt að sjá myndbönd frá hátíðinni: 

https://www.youtube.com/@Globalwiin

Í nýlegri skýrslu Framvís, um jafnrétti í vísifjármögnun, kemur fram að konur fá 7% af fjármagninu og er það aðeins hærra en í Evrópu en þar fá konur um 2% af fjármagni því sem fer í nýsköpun, árið 2022.

Þetta eru skelfilegar tölur sem hlýtur að vekja fólk til umhugsunar.

Kannski er hluti vandans skortur á sýnileika, skortur á umfjöllun kvenna í nýsköpun í fjölmiðlum, skortur á fyrirmyndum (af því sýnileiki fæst ekki í fjölmiðlum), eða kannski fordómar. Þykja kannski hugmyndir ungra tölvudrengja merkilegri en eldri kvenna?

Mér finnst það fréttnæmt þegar 11 verkefni íslenskra kvenna í nýsköpun eru tilnefnd til alþjóðlegrar GlobalWiin viðurkenningar, og að 6 þeirra eru meðal aðalverðlauna. Það er fréttnæmt!

Alls voru 51 verkefni frá 23 löndum tilnefnt til viðurkenningar í ár. Flest þeirra verkefna voru til sýnis í Norðurljósasal Hörpu 6.sept. síðastliðinn.

Yngsti þátttakandinn kom frá Sameinuðu furstudæmunum (UAE), hin 16 ára gamla Maraim Hassan Rashid Al-Ghafri og elst var 82 ára frá Íslandi, Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælafræðingur, sem hlaut eitt af aðalverðlaununum fyrir verkefnið sitt Hyndla, sem snýst um mikla nýtingarmöguleika þara https://www.hyndla.is 

Uppfinningakona ársins 2023 er Lahou Keita frá Frakklandi, en hennar vara er nýr “svartur kassi” í flugi, sem byggist á að allar upplýsingar eru á jörðu niðri ekki í flugvélunum sjálfum “The ground data black box” og er tækni hennar nú þegar komin í notkun. Nánar er hægt að lesa um þetta á https://www.keitas.com og ættu kannski forsvarsmenn Icelandair og Play að kynna sér þennan merkilega möguleika, þó það komi frá hörundsdökkri konu, sem er flugfræðingur, en ekki ungum tölvudreng nýskriðnum úr háskóla.

Fulltrúi WIPO, alþjóðlegu hugverkastofunnar kom til Íslands og afhenti íslenskri konu, Höllu Jónsdóttur viðurkenningu fyrir verkefnið Optitog og Halla fékk einnig eitt af aðalverðlaunum GlobalWiin. Optitog er teymisverkefni og er merkileg þróun á veiðarfæri sem hlífir sjávarbotninum og hægt að kynna sér betur á https://www.optitog.com 

Fulltrúi frá IPAN (Intellectual property awareness network) kom einnig til Íslands og veitti íslenskri konu, Unni Valdísi Kristjánsdóttur, eitt af aðalverðlaunum GlobalWiin fyrir Flothettu ásamt viðtalstíma varðandi hugverkaréttindi og mikilvægi þeirra. Nánar má lesa um verkefni hennar á https://www.flothetta.is

Fulltrúi IFIA (International federation of Inventors associations) kom líka til Íslands og veitti japanskri konu, Yuko Hiraga, viðurkenningu fyrir verkefni sem gerir steypu vatnsþéttari. Hægt er að kynna sér nánar hennar nýsköpun á https://www.e-hiraga.com Ég skora á BM Vallá og Steypustöðina að kynna sér þessa nýjung. Einnig veitti fulltrúi IFIA Dr. Bolu Olabisi, frá UK, stofnanda og stjórnanda GlobalWiin og Maila Hakala frá Finnlandi heiðursviðurkenningu IFIA, fyrir þeirra mikilvægu störf í þágu kvenna í nýsköpun.

Thora H Arnarsdóttir fékk eitt af aðalverðlaunum Globalwiin fyrir rannsóknir og þróunarvinnu við Biodesign eða lífhönnun þar sem hún vinnur við að rannsaka nýjar framleiðslu aðferðir í hönnun sem sameina lifandi ferla hjá örverum í að myndi ýmis efni í hönnuarferlum, sérstaklega lífsteinefnismyndun ´biomineralisation´ til að mynda kalk kristalla sem geta bundið saman smáar agnir af sandi sem harðna og geta búið til flísar eða múrsteina sem eru þá myndaðir án viðbótarorku á náttúrulegan hátt. Nánar má kynna sér þetta verkefni á htpps://www.thoraha.com 

Grace Aching fékk eitt af aðalverðlaunum GlobalWiin fyrir hönnun sína og sjálfbærni hugsun, slow fashion. Nánar má kynna sér það á https://www.gracelandic.com Grace er upprunalega frá Ghana og hefur búið á Íslandi í mörg ár.

Andri Heiðar Kristinsson fékk ein af aðalverðlaunum GlobalWiin, sem kallast "Male champion" fyrir að stofna Innovit á sínum tíma sem nú nefnist Klak, og Gulleggið, sem hefur stuðlað að því að efla konur í nýsköpun í háskólaumhverfinu.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Sigrún Nanna Karlsdóttir fengu líka eitt af aðalverðlaunum GlobalWiin fyrir þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við endurvinnslu á hráefnum eins og steypu og gleri og má lesa um þeirra nýsköpun á https://www.gerosion.com Við getum verið stolt yfir þessum ungu vísindakonum og þeirra árangri.

Harpa Magnúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið sitt Hoobla Ef þig vantar sérfræðing í verkefni þá hefur þú samband við htpps://www.hoobla.is

Linda Björg Árnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir hönnun sína https://www.scintilla.is

Hafrún Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir app verkefnið sitt E1, hleðslulausn fyrir rafbíla htpps://www.e1.is

Vilborg Einarsdóttir fékk GlobalWiin viðurkenningu í annað sinn. Í fyrra skiptið fyrir Mentor verkefnið sitt árið 2011 og núna fyrir sjálfbærni verkefnið sitt sem heitir Bravo Earth htpps://www.bravo.earth

Linda Fanney Valgeirsdóttir og Rúnar Unnþórsson fengu viðurkenningu fyrir verkefni innan Alor, að gefa rafhlöðum framhaldslíf htpps://www.alor.is Þau hafa fengið viðtal á Vísi.

Sigríður Snævarr fyrrverandi sendiherra fékk heiðursviðurkenningu GlobalWiin. Hún er mikill frumkvöðull sjálf og hefur stuðlað að framgangi kvenna og karla í atvinnulífinu, víðs vegar um heim.

Allir þessir einstaklingar eiga skilið forsíðuviðtal í fjölmiðlum vegna sinnar nýsköpunar.

Hvernig ætlum við að auka sýnileika og árangur kvenna í nýsköpun ef fjölmiðlar þegja. Hvernig sköpum við fyrirmyndir fyrir framtíðarkynslóðir kvenna í nýsköpun þegar þær fá enga umfjöllun?

Verða ekki fjárfestar að líta í eigin barm þegar kemur að fjárfestingum í nýsköpun kvenna. Getur verið að þar séu fordómar sem þarf að útrýma?

Þurfum við að gera átak í því að breyta ásýnd hverjir eru frumkvöðlar á Íslandi?

Hugmyndir spretta alls staðar frá, óháð kyni, aldri, menntun, uppruna eða búsetu.

Frumkvöðlar geta verið konur á tiræðisaldri.

Frumkvöðlar geta verið hælisleitendur.

Frumkvöðlar geta verið lesblindir.

Frumkvöðlar geta verið ómenntaðir.

Frumkvöðlar geta verið börn.

Fjölmiðlar hafa stóru hlutverki að gegna í að skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þögn ykkar um öll þessi frábæru verkefni kvenna í nýsköpun er pínleg.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

 Ertu að segja mér að kommúnistar samtímans vilji ekki ræða þessa hluti, væntanlega þá enginn kommúnismi á ferðinni?

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2023 kl. 12:17

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Til þess að ná eyrum fjölmiðla þarftu að fjalla um "hamfarahlýnun", "hatursorðræðu" eða "hánaskap" þ.e. eitthvað sem byrjar á stafnum "h". "Hugmyndiakonur halda hugmyndaþing" myndi selja.

Júlíus Valsson, 25.9.2023 kl. 12:44

3 identicon

Frábært að benda á þetta Elinóra. Ótrúlegt að staðan sé svona í dag.

Jóhanna Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2023 kl. 20:05

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Femínismi og jafnrétti er gamalt áhugamál hjá mér. Ég er ekki sannfærður því mér finnst þjóðfélaginu hafa farið aftur að mörgu leyti. Hæfileikum kvenna vil ég samt ekki afneita eða árangri. Þetta er glæsilegur árangur og breytingarnar miklar miðað við öldina sem við flest munum eftir og fæddumst á og aldirnar þar á undan. 

Ef horft er á RÚV skortir ekki sýnileika kvenna. Silfrið í gærkvöldi sýndi það, allir viðmælendur voru konur, forsætisráðherra meðal þeirra. 

Ef maður les niður síðuna og eldri færslur hjá þér þá gleðst maður yfir því að hér er fjallað um allskonar frumkvöðla og líka karla sem frumkvöðla. 

Afi minn fékk ekki þá viðurkenningu sem hann hefði átt að fá, kannski vegna hógværðar hans. Hann bjó til kappaskurðarvél, sem var sennilega sú stærsta í heimi og fullkomnasta, en henni var hent. (Vél til dekkjaviðgerða, notuð af Gúmmívinnustofunni og Barðanum í yfir 30 ár). Það þurfti ótrúlegt hugvit og færni. 16 ára gamall bjó hann til kindabyssu til að aflífa kindur mannúðlega, og hafði sennilega engin rafmagnsverkfæri til að nota, aðeins litla smiðja föður síns og handverkfæri, það hefur verið 1932 og á litlum bæ norðarlega á landinu.

Nokkru síðar bjó hann til prjónavél til að búa til sokka og fór með hana á milli bæja og fékk borgað í vöruskiptum. Þegar fólk hafði hæfileika þá varð það að bjarga sér.

Þessi listi er merkilegur. Ekki aðeins koma óvenju margir listamenn frá Íslandi, einnig annað hæfileikafólk.

Þótt engin umfjöllun um þetta sé í fjölmiðlum er hægt að fyllast bjartsýni. Hæfileikarnir eru miklir og vert að veita þeim athygli. 

Margir hér á blogginu hafa fjallað um það hvað RÚV og Stöð 2 eru orðnir sjálfhverfir vinnustaðir, fólk þekkist og velur umfjöllunarefni sem eru í tízku hverju sinni.

Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2023 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband