Virkjum hugvitið, þjóðinni til heilla í atvinnusköpun!


Sprotaþing var haldið nýlega, þar sem saman voru komnir fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum, frumkvöðlar og fulltrúar ýmissa stofnana. Þingið heppnaðist mjög vel og geta frumkvöðlar horft fram á betri tíma ef allar tillögur sem lagðar voru þarna fram ná fram að ganga.

Á sér stað mismunun á skapandi einstaklingum ?
Hefur það áhrif á nýsköpun?
Er hægt að virkja hugvitið meira?


Ég get svarað þessum spurningum öllum játandi.
Ég er að tala um skapandi einstaklinga á öllum sviðum.
Það á sér stað mismunun milli stétta skapandi fólks.
Listamaður, tónlistarmaður og rithöfundar geta sótt um listamannalaun. Þeir eru ekki beðnir um að gera viðskiptaáætlun eða sækja námskeið í markaðssetningu, þar eru verkin látin tala.
Aftur á móti einstaklingur sem er skapandi á tæknisviði, sem oftast er kallaður uppfinningamaður, er krafinn um viðskiptaáætlun og jafnvel einkaleyfi ef hann leitar eftir stuðningi. Frumgerðin ein og sér nægir ekki.
Uppfinningamaður er  sá sem finnur upp ný tæki, nýjar aðferðir eða nýja þjónustu. Ef hann hrindir hugmyndinni í framkvæmd er hann orðinn frumkvöðull þ.e. hann byrjar á einhverju nýju.
Það á sér stað mismunun eftir kyni.
Konur fá frekar styrki en karlar, en upphæðin er minni.
Það á sér stað mismunun eftir búsetu.
Landsbyggðarfólk fær frekar styrki en höfuðborgarbúar.

Það á sér stað mismunun eftir aldri.
Þrátt fyrir hugmyndaauðgi grunnskólanema eins og sést hefur á Nýsköpunarkeppni þeirra þá eru engar hugmyndanna sem hafa komist í framleiðslu. Ég er ekki viss um að ellilífeyrisþegi fengi heldur miklar undirtektir við hugmynd sína í núverandi stuðningskerfi.
Það á sér stað mismunun eftir tegund hugmyndar.
Hugmyndir sem tengist líftækni, hátækni, fatahönnun eða húsgagnahönnun eiga meiri möguleika á styrkjum en ný einföld vara tengd fiskvinnslu. Sumar hugmyndir eru einfaldlega “INNI”
Það á sér mismunun eftir menntunarstigi skapandi einstaklinga.
Það eru margar skýrslur sem sýna að hugmyndaauðgi er meiri hjá þeim sem hafa átt erfitt í grunnskóla, sem segir okkur það að þeir fara síður í háskóla, samt er frekar stutt við hugmyndir úr háskóla en þær sem fæðast hjá hinum almenna borgara.

Mismunun hefur áhrif á nýsköpun að því leyti að færri hugmyndir komast upp á yfirborðið og í framkvæmd. Fólki er gert erfitt fyrir með því að setja hugmyndir eða sköpun í fyrirfram ákveðin hólf.

Til þess að breyta þessu þá legg ég til eftirfarandi:
1) Það þarf að gefa kost á frumkvöðlalaunum eins og listamannalaunum. Það hefur enginn efni á því að hætta að vinna fyrir hinu daglega brauði og snúa sér að nýsköpun. Hingað til hefur það aðeins leitt til gjaldþrots því það tekur langan tíma að koma nýrri vöru á markað.
2) Það þarf að byrja á því að skipta um kennsluaðferð í grunnskóla og innleiða svokallað uppgötvunarnám og þarfagreiningu. Herdís Egilsdóttir fyrrverandi kennari í Ísaksskóla notaði þessa aðferð með mjög góðum árangri. Þannig náum við að ýta undir sköpunarkraftinn og frumkvæði hjá börnum, sem þau búa að ævilangt.
3) Það þarf að koma á tengslum milli skapandi einstaklinga og athafnamanna, því sköpunargáfa og viðskiptavit fer ekki alltaf saman.
4) Það þarf að eyða þessari mismunun og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum á framfæri t.d. með ráðgjöf frá fólki með reynslu eins og t.d. Landssambandi hugvitsmanna.

Góðir blogglesendur  ég hef reynt að sýna fram á, að það á sér stað mikil mismunun í nýsköpunarumhverfi okkar, milli stétta, milli landshluta, milli kynja, milli aldurshópa og á milli hugmyndategundar.
Í stjórnmálaályktunum Sjálfstæðisflokksins stendur meðal annars að það eigi að vera tækifæri fyrir alla og að skapa þarf vaxtarskilyrði fyrir frjóa hugsun  þar sem sköpunarkraftur og frumkvæði og virkjun ólíkra hæfileika fái notið sín.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að standa við þessi orð þá þarf að taka til hendinni því núverandi ástand er óviðunandi.
Virkjum hugvitið, þjóðinni til heilla í atvinnusköpun.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Elinóra Inga.

Það er mín skoðun að þetta er mjög gott hjá þér og ekki veitir af ábendingum frá þér Elínóra Inga þú ert full af fróðleik endilega að halda áfram.

Jóhann Páll Símonrson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.4.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

 Þakka þér fyrir Jóhann. Það þarf að auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum á framfæri. Sumir eru það skapandi/hugvitssamir að það er vonlaust fyrir þá að stofna fyrirtæki um hverja einustu hugmynd. Áherslan hingað til hefur verið sú að bjóða fólki upp á námskeið í gerð viðskiptaáætlana og hvernig á að stofna fyrirtæki. Það er gott og blessað. En ég vil að fólk fái að blómstra í því sem það er best. Ef samvinna tekst á milli þeirra sem eru hugvitssamir, þeirra sem eru góðir í viðskiptum og þeirra sem hafa fjármagn þá gengur dæmið upp. CCP-tölvuleikjafyrirtækið er gott dæmi.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hugsaðu þér ef að allir þeir peningar sem veitt er í nýsköun skiluðu sér alla leið, en festust ekki í kostnaði við að halda birogratanum uppi við skýrslugerð þá gætu þessir herrar farið að ræða við okkur um framkvæmd þeirra hugverka sem er í biðstöðu vegna vangetu nýsköpunarapparatsins

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband